Skip to main content

1980 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

1980


rómverskum tölumhlaupár












1980




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

2. árþúsundið

Aldir:

  • 19. öldin

  • 20. öldin

  • 21. öldin


Áratugir:

  • 1951–1960

  • 1961–1970

  • 1971–1980

  • 1981–1990

  • 1991–2000


Ár:

  • 1977

  • 1978

  • 1979

  • 1980

  • 1981

  • 1982

  • 1983

Árið 1980 (MCMLXXX í rómverskum tölum) var 80. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




Nigel Short á skákmóti í Dortmund 1980



  • 1. janúar - Með breytingum á sænsku ríkiserfðalögunum varð Viktoría Svíaprinsessa krónprinsessa í stað yngri bróður síns.


  • 11. janúar - Nigel Short varð yngsti skákmaðurinn til að hljóta titilinn alþjóðlegur skákmeistari, aðeins 14 ára gamall.


  • 15. janúar - William Heinesen var gerður að heiðursborgara í Þórshöfn.


  • 20. janúar - Jimmy Carter tilkynnti að Bandaríkin myndu sniðganga ólympíuleikana í Moskvu.


  • 22. janúar - Andrei Sakarov var handtekinn í Moskvu fyrir að mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan.


  • 25. janúar - Kvikmyndin Land og synir var frumsýnd á Íslandi.


  • 26. janúar - Ísrael og Egyptaland tóku upp stjórnmálasamband.


  • 27. janúar - Sex bandarískum ríkiserindrekum tókst að flýja frá Teheran með því að þykjast vera kanadískir.


  • 31. janúar - Ferðamönnum var leyft að kaupa bjór við komuna til Íslands.


  • 31. janúar - Borgarastyrjöldin í Gvatemala: Lögregla réðist inn í spænska sendiráðið í Gvatemalaborg þar sem mótmælendur höfðust við, brenndu það og myrtu 36 manns. Spænski sendiherrann slapp naumlega með því að skríða út um glugga.


Febrúar |



  • 4. febrúar - Abolhassan Banisadr varð forseti Íran.


  • 8. febrúar - Gunnar Thoroddsen tók við embætti forsætisráðherra af Benedikt Gröndal.


  • 11. febrúar - Metafli loðnu á einum sólarhring: 23.180 lestir. Tíu ár liðu áður en þetta met var slegið.


  • 12. febrúar - Ítalski lögfræðingurinn Vittorio Bachelet var myrtur af meðlimum Brigate Rosse í Róm.


  • 13. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1980 hófust í Lake Placid í New York-fylki í Bandaríkjunum.


  • 23. febrúar - Æðstiklerkur Írans, Ruhollah Khomeini, sagði að þingið myndi ákveða örlög bandarísku gíslanna í Teheran.


  • 25. febrúar - Herinn framdi valdarán í Súrínam og steypti stjórn Henck Arron af stóli.


  • 27. febrúar - Skæruliðar M-19 hertóku sendiráð Dóminíska lýðveldisins í Kólumbíu.


Mars |




Keppni í norrænum greinum á Vetrarólympíuleikunum 1980



  • Mars - Dýravelferðarsamtökin PETA voru stofnuð í Bandaríkjunum.


  • 3. mars - Pierre Trudeau varð forsætisráðherra Kanada.


  • 4. mars - Robert Mugabe var kjörinn forsætisráðherra Simbabve.


  • 6. mars - Marguerite Yourcenar varð fyrsta konan sem fékk inngöngu í Frönsku akademíuna.


  • 8. mars - Fyrsta rokkhátíðin í Sovétríkjunum hófst í Tbilisi.


  • 14. mars - LOT flug 7 fórst á Varsjárflugvelli. 87 létust, þar á meðal fjórtán manna hnefaleikalið frá Bandaríkjunum.


  • 16. mars - Fjórða hrina Kröfluelda hófst. Þetta eldgos var kallað skrautgos þar sem það stóð stutt en þótti fallegt.


  • 25. mars - Erkibiskupinn Óscar Romero var skotinn til bana af byssumönnum meðan hann söng messu í San Salvador.


  • 27. mars - Norski olíuborpallurinn Alexander Kielland brotnaði í Norðursjó. 123 af 212 manna áhöfn fórust.


  • 28. mars - Talpiot-gröfin uppgötvaðist í nágrenni Jerúsalem.


Apríl |



  • 2. apríl - St. Pauls-uppþotin hófust í Bristol.


  • 7. apríl - Bandaríkin slitu stjórnmálasambandi við Íran.


  • 12. apríl - Samuel Kanyon Doe framdi valdarán í Líberíu.


  • 14. apríl - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, Iron Maiden, kom út í Bretlandi.


  • 18. apríl - Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretlandi de jure.


  • 19. apríl - Johnny Logan sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „What's Another Year“


  • 24. apríl - Eagle Claw-aðgerðin: Bandaríkjamenn reyndu að frelsa 52 bandaríska gísla, sem voru í haldi í Teheran, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mistókst og engum gíslum var bjargað en átta bandarískir hermenn létu lífið.


  • 25. apríl - Dan-Air flug 1008 fórst á Tenerífe. 146 létust.


  • 28. apríl - Fyrsti Game & Watch-leikurinn kom út hjá Nintendo.


  • 30. apríl - Beatrix Hollandsdrottning tók við krúnunni af móður sinni.


Maí |




Eldgosið í St Helens



  • 9. maí - Líberíska flutningaskipið Summit Venture rakst á brú yfir Tampaflóa. 35 létust þegar hluti af brúnni hrundi.


  • 17. maí - Innanlandsófriðurinn í Perú hófst með árás meðlima Skínandi stígs á kjörklefa í Ayacucho.


  • 18. maí - Eldfjallið Mount St. Helens gaus í Washington. 57 létust og tjónið var metið á 3 milljarða dollara.


  • 21. maí - Kvikmyndin Star Wars: The Empire Strikes Back var frumsýnd í Bandaríkjunum.


  • 22. maí - Tölvuleikurinn Pac-Man kom út í Japan.


  • 23. maí - Kvikmyndin The Shining var frumsýnd í Bandaríkjunum.


  • 26. maí - Áhangendur farmtrúar réðust á stjórnarsetur á eyjunni Tanna á Vanúatú.


Júní |



  • 13. júní - Ítalski bankamaðurinn Michele Sindona var handtekinn í New York vegna gjaldþrots Franklin National Bank.


  • 16. júní - Gufuneskirkjugarður var vígður.


  • 17. júní - Bubbi Morthens gaf út sína fyrstu sólóplötu, Ísbjarnarblús.


  • 19. júní - Á aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar var afhjúpaður minnisvarði um skáldið á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.


  • 20. júní- Heimssöngvarinn Luciano Pavarotti söng í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hlaut hann góðar viðtökur.


  • 21. júní - Kvikmyndin Óðal feðranna var frumsýnd á Íslandi.


  • 23. júní - Tim Berners-Lee hóf að vinna að kerfinu ENQUIRE sem var fyrirrennari Veraldarvefsins.


  • 25. júní - Múslimska bræðralagið gerði misheppnaða tilraun til að ráða forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, af dögum.


  • 27. júní - Aerolinee Itavia flug 870 hrapaði í sjó nærri Ustica á Ítalíu. 80 létust.


  • 29. júní - Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að vera þjóðkjörin í embætti þjóðhöfðingja.


Júlí |




Frá opnunarhátíð ólympíuleikanna í Moskvu.



  • Júlí - Lars Vilks hóf að reisa útilistaverkið Nimis á Skáni.


  • 10. júlí - Greiðslukortaviðskipti hófust á Íslandi er Kreditkort hf gáfu út Eurocard-greiðslukortin. Greiðslukort Visa komu ári síðar.


  • 11. júlí - Evrópukeppnin í knattspyrnu hófst á Ítalíu, í fyrsta sinn með átta liðum í stað fjögurra.


  • 15. júlí - Dansk Sojakagefabrik á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sprakk í loft upp.


  • 16. júlí - Ronald Reagan var útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.


  • 17. júlí - Saddam Hussein var valinn forseti Íraks.


  • 19. júlí - Sumarólympíuleikarnir voru settir í Moskvu.


  • 25. júlí - Hljómplata AC/DC, Back In Black, kom út.


  • 30. júlí - Vanúatú fékk sjálfstæði síðust af nýlendum Frakka.


  • 30. júlí - Jerúsalemlögin voru samþykkt af ísraelska þinginu.


Ágúst |




Lestarstöðin í Bologna eftir sprenginguna.



  • 1. ágúst - Vigdís Finnbogadóttir tók við embætti forseta Íslands af Kristjáni Eldjárn.


  • 2. ágúst - Blóðbaðið í Bologna: Sprengja sprakk á járnbrautarstöðinni í Bologna á Ítalíu. 85 manns fórust og yfir 200 særðust.


  • 3. ágúst - Vigdís Finnbogadóttir opnaði Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.


  • 7. ágúst - Pólskir hafnarverkamenn hófu röð verkfalla í slippnum í Gdansk undir forystu Lech Wałęsa.


  • 8. ágúst - Viktor Kovalenko, sovéskur sjómaður, bað um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fluttist síðar til Bandaríkjanna.


  • 17. ágúst - Heklugos hófst og stóð stutt, aðeins í nokkra daga. Aftur hófst stutt gos þann 9. apríl 1981 og er það talið framhald þessa goss.


  • 19. ágúst - Yfir 300 manns létust þegar kviknaði í Saudia flugi 163 í Riyadh.


  • 24. ágúst - Fyrstu alþjóðlegu rallkeppni á Íslandi lauk eftir fimm daga keppni.


  • 25. ágúst - Microsoft kynnti sína útgáfu af Unix, Xenix.


  • 31. ágúst - Á Fljótsdalshéraði fannst silfursjóður mikill, talinn frá landnámsöld. Löngu síðar spunnust miklar deilur um aldur sjóðsins.


  • 31. ágúst - Pólska stjórnin gaf eftir og heimilaði stofnun Samstöðu, fyrstu frjálsu verkalýðssamtakanna í Sovétblokkinni.


September |



  • September - Tónlistarskóli FÍH tók til starfa í Reykjavík.


  • 5. september - Gotthardgöngin voru opnuð í Sviss.


  • 12. september - Herinn tók völdin í Tyrklandi undir forystu Kenan Evren.


  • 13. september - Norðvesturhlíð Skessuhorns var klifin en hafði fram til þessa verið talin ókleif. Tveir ungir menn unnu afrekið.


  • 13. september - Rokk gegn her tónleikar Samtaka herstöðvaandstæðinga haldnir í Laugardalshöll.


  • 17. september - Pólska verkalýðsfélagið Samstaða var stofnað í Gdańsk.


  • 17. september - Fyrrum forseti Níkaragva, Anastasio Somoza Debayle, var myrtur í útlegð í Paragvæ.


  • 22. september - Írak réðst á Íran og hóf þar með 8 ára stríð.


  • 26. september - Þrettán létust og yfir 200 særðust í Októberfesthryðjuverkaárásinni í München.


  • 29. september - Flugvél var flogið til Reykjavíkur frá Færeyjum með mann standandi á þaki vélarinnar. Flugið tók sex klukkustundir og var maðurinn að reyna að setja heimsmet.


  • 30. september - Digital Equipment Corporation, Intel og Xerox gáfu út DIX-staðalinn fyrir Ethernet-tengingar.


Október |



  • 6. október - Jarðstöðin Skyggnir var tekin í notkun og var þá komið gervihnattasamband við útlönd.


  • 10. október - Yfir 2600 manns létu lífið þegar jarðskjálfti lagði bæinn El Asnam í rúst. Hann var síðar endurbyggður sem Chlef.


  • 10. október - Margaret Thatcher hélt fræga ræðu þar sem hún klykkti út með orðunum „The lady is not for turning“.


  • 11. október - Samtökin FMLN voru stofnuð í El Salvador.


  • 14. október - Þúsundir starfsmanna ítalska fyrirtækisins FIAT fóru í kröfugöngu gegn yfir mánaðarlangri vinnustöðvun verkalýðsfélaganna sem létu undan og samþykktu samninga sem komu fyrirtækinu vel.


  • 18. október - Sjötta lota Kröfluelda hófst og stóð í fimm daga og var þetta þriðja lotan á sama árinu.


  • 23. október - Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Aleksej Kosygin sagði af sér og Nikolaj Tikonov tók við.


Nóvember |




Ronald og Nancy Reagan í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.



  • 1. nóvember - Skúli Óskarsson lyfti 315,5 kg í réttstöðulyftu í 72 kg flokki og bætti með því heimsmetið um 0,5 kg.


  • 4. nóvember - Ronald Reagan sigraði Jimmy Carter í forsetakosningum í Bandaríkjunum.


  • 12. nóvember - Geimkönnunarfarið Voyager 1 komst næst Satúrnusi.


  • 20. nóvember - Réttarhöld yfir fjórmenningagenginu hófust í Kína.


  • 21. nóvember - 85 létust í eldsvoða í MGM Grand Hotel and Casino í Las Vegas.


  • 23. nóvember - Nær 3000 manns létust og 300.000 misstu heimili sín í Irpiníujarðskjálftanum á Ítalíu.


  • 27. nóvember - Utangarðsmenn gáfu út sína fyrstu plötu, Geislavirkir.


Desember |



  • 2. desember - Bandaríski trúboðinn Jean Donovan og þrjár nunnur voru myrt af dauðasveitum hersins í El Salvador.


  • 4. desember - Hljómsveitin Led Zeppelin sendi frá sér fréttatilkynningu um upplausn sveitarinnar eftir lát trommarans John Bonham.


  • 7. desember - Golfklúbburinn Kjölur var stofnaður í Mosfellsbæ.


  • 8. desember - John Lennon var skotinn til bana af Mark David Chapman fyrir utan heimili sitt í New York-borg.


  • 16. desember - Samtök olíuútflutningsríkja ákváðu að hækka olíuverð um 10%.


  • 23. desember - Friðarganga á Þorláksmessu var haldin í Reykjavík í fyrsta sinn.


  • 25. desember - Fyrsti hluti sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimtar eftir Halldór Laxness var frumsýndur.


  • 30. desember - Patrick Gervasoni, frönskum manni, sem sagður var landflótta, var vísað af landi brott eftir mjög miklar deilur.


Ódagsettir atburðir |


  • Bandaríska körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks var stofnað í Texas.


Fædd |



  • 4. janúar - Greg Cipes, bandarískur leikari.


  • 8. janúar - Rachel Nichols, bandarísk leikkona.


  • 9. janúar - Sergio García, spænskur kylfingur.


  • 18. janúar - Jason Segel, bandarískur leikari.


  • 25. janúar - Xavi, spænskur knattspyrnumaður.


  • 28. janúar - Nick Carter, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).


  • 29. janúar

    • Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur.


    • Ingimundur Ingimundarson, íslenskur handknattleiksmaður.


  • 12. febrúar



Christina Ricci



    • Christina Ricci, bandarísk leikkona.


    • Sarah Lancaster, bandarísk leikkona.


    • Juan Carlos Ferrero, spænskur tennisleikari.



  • 27. febrúar - Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton Bandaríkjaforseta.


  • 28. febrúar - Christian Poulsen, danskur knattspyrnumaður.


  • 1. mars - Djimi Traoré, knattspyrnumaður frá Malí.


  • 7. mars

    • Laura Prepon, bandarísk leikkona.


    • Murat Boz, tyrkneskur söngvari.



  • 9. mars - Matthew Gray Gubler, bandarískur leikari.


  • 11. mars - Úlfar Linnet, íslenskur skemmtikraftur.


  • 13. mars - Sara Bergmark Elfgren, sænskur rithöfundur.


  • 15. mars - Stefán Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður.


  • 21. mars - Ronaldinho, brasilískur knattspyrnumaður.


  • 26. mars - Pascal Hens, þýskur handknattleiksmaður.


  • 24. apríl - Reagan Gomez-Preston, bandarísk leikkona.



Channing Tatum



  • 26. apríl - Channing Tatum, bandarískur leikari.


  • 29. apríl

    • Nicole Steinwedell, bandarísk leikkona.


    • Bre Blair, kanadísk leikkona.



  • 11. maí - Björgólfur Hideaki Takefusa, íslenskur knattspyrnumaður.


  • 13. maí - Egill Einarsson, íslenskur fjölmiðlamaður.


  • 19. maí - Sara Riel, íslensk myndlistarkona.


  • 22. maí - Róbert Gunnarsson, íslenskur handknattleiksmaður.


  • 30. maí - Steven Gerrard, enskur knattspyrnumaður.


  • 10. júní - Gísli Freyr Valdórsson, íslenskur stjórnmálafræðingur.


  • 13. júní - Darius Vassell, enskur knattspyrnumaður.


  • 15. júní - Iker Romero, spænskur handknattleiksmaður.


  • 17. júní - Venus Williams, bandarískur tennisleikari.


  • 19. júní - Lauren Lee Smith, kanadísk leikkona.


  • 20. júní - Vignir Svavarsson, íslenskur handknattleiksmaður.



Alexander Petersson



  • 2. júlí - Alexander Petersson, íslenskur handknattleiksmaður.


  • 3. júlí - Olivia Munn, bandarísk leikkona.


  • 8. júlí

    • Robbie Keane, írskur knattspyrnumaður.


    • Auðunn Blöndal, íslenskur dagskrárgerðarmaður.



  • 10. júlí - Jessica Simpson, bandarísk söngkona.


  • 18. júlí - Kristen Bell, bandarísk leikkona.


  • 20. júlí

    • Sturla Ásgeirsson, íslenskur handknattleiksmaður.


    • Gisele Bündchen, brasilísk fyrirsæta.



  • 29. júlí - Rachel Miner, bandarísk leikkona.


  • 22. ágúst - Aya Sumika, bandarísk leikkona.


  • 26. ágúst

    • Macaulay Culkin, bandarískur leikari.


    • Chris Pine, bandarískur leikari.



  • 29. ágúst - David Desrosiers, kanadískur bassaleikari (Simple Plan).


  • 5. september

    • Marianna Madia, ítalskur stjórnmálamaður.


    • Stefán Logi Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður.



  • 8. september - Kristian Kjelling, norskur handknattleiksmaður.


  • 12. september - Bjarni Fritzson, íslenskur handknattleiksmaður.


  • 15. september - Katrín Atladóttir, íslensk badmintonkona.


  • 16. september - Davíð Þorláksson, íslenskur lögfræðingur.


  • 20. september - Igor Vori, króatískur handknattleiksmaður.


  • 24. september - John Arne Riise, norskur knattspyrnumaður.


  • 25. september - Pawel Bartoszek, íslenskur stærðfræðingur.


  • 29. september - Zachary Levi, bandarískur leikari.


  • 4. október - Tomas Rosicky, tékkneskur knattspyrnumaður.


  • 11. október - Julie McNiven, bandarísk leikkona.


  • 17. október - Alberto Porro Carmona, spænskur hljómsveitarstjóri.



Kim Kardashian



  • 21. október - Kim Kardashian, bandarísk athafnakona.


  • 22. október - Helgi Hrafn Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.


  • 26. október - Cristian Chivu, rúmenskur knattspyrnumaður.


  • 28. október - Alan Smith, enskur knattspyrnumaður.


  • 12. nóvember - Ryan Gosling, kanadískur leikari.


  • 13. nóvember - Sverrir Bergmann Magnússon íslenskur söngvari og fjölmiðlamaður.


  • 19. nóvember - Yipsi Moreno, kúbverskur sleggjukastari.


  • 29. nóvember - Hreiðar Levý Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.


  • 3. desember - Jenna Dewan, bandarísk leikkona.


  • 7. desember - John Terry, enskur knattspyrnumaður.


  • 13. desember - Agnieszka Włodarczyk, pólsk leikkona.


  • 18. desember - Christina Aguilera, bandarísk söngkona.


  • 19. desember - Jake Gyllenhaal, bandarískur leikari.


  • 28. desember - Vanessa Ferlito, bandarísk leikkona.


  • 30. desember - Eliza Dushku, bandarísk leikkona.


Dáin |



  • 16. janúar - Jón Gíslason, íslenskur þýðandi (f. 1909).


  • 16. febrúar - Erich Hückel, þýskir eðlis- og enfafræðingur (f. 1895).


  • 17. mars - Boun Oum, síðasti erfðaprins Champasak (f. 1912).


  • 31. mars - Jesse Owens, bandarískur íþróttamaður (f. 1913).


  • 15. apríl - Jean-Paul Sartre, franskur heimspekingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).



Alfred Hitchcock



  • 29. apríl - Alfred Hitchcock, bandarískur leikstjóri (f. 1899).


  • 4. maí - Josip Broz Tito, forseti Júgóslavíu (f. 1892).


  • 15. maí - Jóhann Hafstein, íslenskur stjórnmálamaður og stofnandi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.


  • 28. maí - Ian Curtis, söngvari Joy Division (f. 1956).


  • 7. júní - Henry Miller, bandarískur rithöfundur (f. 1891).


  • 24. júlí - Peter Sellers, breskur leikari (f. 1925).


  • 25. júlí - Vladimír Vísotskí, rússneskur söngvari (f. 1938).


  • 27. júlí - Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisari (f. 1919).


  • 10. ágúst - Gareth Evans, breskur heimspekingur (f. 1946).


  • 13. ágúst - Magnús Á. Árnason, íslenskur listmálari (f. 1894).


  • 20. ágúst - Björgvin Sæmundsson, íslenskur verkfræðingur (f. 1930).


  • 25. september - John Bonham, enskur trommuleikari (f. 1948).


  • 18. október - Pétur Hoffmann Salómonsson, íslenskur sjómaður (f. 1897).


  • 20. október - Stefán Jóhann Stefánsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1894).


  • 9. nóvember - A. Paul Weber, þýskur grafíklistamaður (f. 1893).


  • 8. desember - John Lennon, breskur tónlistarmaður (f. 1940).


  • 16. desember - Ólafur Jónsson, ráðunautur (f. 1895).


  • 31. desember - Marshall McLuhan, kanadískur bókmenntafræðingur (f. 1911).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - James Watson Cronin, Val Logsdon Fitch


  • Efnafræði - Paul Berg, Walter Gilbert, Frederick Sanger


  • Læknisfræði - Baruj Benacerraf, Jean Dausset, George D. Snell


  • Bókmenntir - Czeslaw Milosz


  • Friðarverðlaun - Adolfo Pérez Esquivel


  • Hagfræði - Lawrence Klein




 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
1980










Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=1980&oldid=1623847“










Leiðsagnarval



























(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.228","walltime":"0.285","ppvisitednodes":"value":3456,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":6207,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1515,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 75.639 1 -total"," 86.08% 65.107 1 Snið:Ár_nav"," 76.54% 57.894 16 Snið:Dr"," 68.90% 52.115 16 Snið:Dr-make"," 29.37% 22.214 16 Snið:Drep"," 18.44% 13.952 16 Snið:Dr-logno"," 13.23% 10.010 1 Snið:Commonscat"," 6.99% 5.286 16 Snið:Dr-yr"," 6.86% 5.186 1 Snið:Commons"," 2.81% 2.126 1 Snið:Smella"],"cachereport":"origin":"mw1331","timestamp":"20190506040603","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"1980","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/1980","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q2439","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q2439","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-07-04T16:56:50Z","dateModified":"2019-02-07T00:34:42Z","headline":"u00e1r"(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":170,"wgHostname":"mw1322"););

Popular posts from this blog

Club Baloncesto Breogán Índice Historia | Pavillón | Nome | O Breogán na cultura popular | Xogadores | Adestradores | Presidentes | Palmarés | Historial | Líderes | Notas | Véxase tamén | Menú de navegacióncbbreogan.galCadroGuía oficial da ACB 2009-10, páxina 201Guía oficial ACB 1992, páxina 183. Editorial DB.É de 6.500 espectadores sentados axeitándose á última normativa"Estudiantes Junior, entre as mellores canteiras"o orixinalHemeroteca El Mundo Deportivo, 16 setembro de 1970, páxina 12Historia do BreogánAlfredo Pérez, o último canoneiroHistoria C.B. BreogánHemeroteca de El Mundo DeportivoJimmy Wright, norteamericano do Breogán deixará Lugo por ameazas de morteResultados de Breogán en 1986-87Resultados de Breogán en 1990-91Ficha de Velimir Perasović en acb.comResultados de Breogán en 1994-95Breogán arrasa al Barça. "El Mundo Deportivo", 27 de setembro de 1999, páxina 58CB Breogán - FC BarcelonaA FEB invita a participar nunha nova Liga EuropeaCharlie Bell na prensa estatalMáximos anotadores 2005Tempada 2005-06 : Tódolos Xogadores da Xornada""Non quero pensar nunha man negra, mais pregúntome que está a pasar""o orixinalRaúl López, orgulloso dos xogadores, presume da boa saúde económica do BreogánJulio González confirma que cesa como presidente del BreogánHomenaxe a Lisardo GómezA tempada do rexurdimento celesteEntrevista a Lisardo GómezEl COB dinamita el Pazo para forzar el quinto (69-73)Cafés Candelas, patrocinador del CB Breogán"Suso Lázare, novo presidente do Breogán"o orixinalCafés Candelas Breogán firma el mayor triunfo de la historiaEl Breogán realizará 17 homenajes por su cincuenta aniversario"O Breogán honra ao seu fundador e primeiro presidente"o orixinalMiguel Giao recibiu a homenaxe do PazoHomenaxe aos primeiros gladiadores celestesO home que nos amosa como ver o Breo co corazónTita Franco será homenaxeada polos #50anosdeBreoJulio Vila recibirá unha homenaxe in memoriam polos #50anosdeBreo"O Breogán homenaxeará aos seus aboados máis veteráns"Pechada ovación a «Capi» Sanmartín e Ricardo «Corazón de González»Homenaxe por décadas de informaciónPaco García volve ao Pazo con motivo do 50 aniversario"Resultados y clasificaciones""O Cafés Candelas Breogán, campión da Copa Princesa""O Cafés Candelas Breogán, equipo ACB"C.B. Breogán"Proxecto social"o orixinal"Centros asociados"o orixinalFicha en imdb.comMario Camus trata la recuperación del amor en 'La vieja música', su última película"Páxina web oficial""Club Baloncesto Breogán""C. B. Breogán S.A.D."eehttp://www.fegaba.com

Vilaño, A Laracha Índice Patrimonio | Lugares e parroquias | Véxase tamén | Menú de navegación43°14′52″N 8°36′03″O / 43.24775, -8.60070

Cegueira Índice Epidemioloxía | Deficiencia visual | Tipos de cegueira | Principais causas de cegueira | Tratamento | Técnicas de adaptación e axudas | Vida dos cegos | Primeiros auxilios | Crenzas respecto das persoas cegas | Crenzas das persoas cegas | O neno deficiente visual | Aspectos psicolóxicos da cegueira | Notas | Véxase tamén | Menú de navegación54.054.154.436928256blindnessDicionario da Real Academia GalegaPortal das Palabras"International Standards: Visual Standards — Aspects and Ranges of Vision Loss with Emphasis on Population Surveys.""Visual impairment and blindness""Presentan un plan para previr a cegueira"o orixinalACCDV Associació Catalana de Cecs i Disminuïts Visuals - PMFTrachoma"Effect of gene therapy on visual function in Leber's congenital amaurosis"1844137110.1056/NEJMoa0802268Cans guía - os mellores amigos dos cegosArquivadoEscola de cans guía para cegos en Mortágua, PortugalArquivado"Tecnología para ciegos y deficientes visuales. Recopilación de recursos gratuitos en la Red""Colorino""‘COL.diesis’, escuchar los sonidos del color""COL.diesis: Transforming Colour into Melody and Implementing the Result in a Colour Sensor Device"o orixinal"Sistema de desarrollo de sinestesia color-sonido para invidentes utilizando un protocolo de audio""Enseñanza táctil - geometría y color. Juegos didácticos para niños ciegos y videntes""Sistema Constanz"L'ocupació laboral dels cecs a l'Estat espanyol està pràcticament equiparada a la de les persones amb visió, entrevista amb Pedro ZuritaONCE (Organización Nacional de Cegos de España)Prevención da cegueiraDescrición de deficiencias visuais (Disc@pnet)Braillín, un boneco atractivo para calquera neno, con ou sen discapacidade, que permite familiarizarse co sistema de escritura e lectura brailleAxudas Técnicas36838ID00897494007150-90057129528256DOID:1432HP:0000618D001766C10.597.751.941.162C97109C0155020