1980 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval
1980
rómverskum tölumhlaupár
1980
Jump to navigation
Jump to search
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: |
|
Áratugir: |
|
Ár: |
|
Árið 1980 (MCMLXXX í rómverskum tölum) var 80. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi.
Efnisyfirlit
1 Atburðir
1.1 Janúar
1.2 Febrúar
1.3 Mars
1.4 Apríl
1.5 Maí
1.6 Júní
1.7 Júlí
1.8 Ágúst
1.9 September
1.10 Október
1.11 Nóvember
1.12 Desember
1.13 Ódagsettir atburðir
2 Fædd
3 Dáin
4 Nóbelsverðlaunin
Atburðir |
Janúar |
1. janúar - Með breytingum á sænsku ríkiserfðalögunum varð Viktoría Svíaprinsessa krónprinsessa í stað yngri bróður síns.
11. janúar - Nigel Short varð yngsti skákmaðurinn til að hljóta titilinn alþjóðlegur skákmeistari, aðeins 14 ára gamall.
15. janúar - William Heinesen var gerður að heiðursborgara í Þórshöfn.
20. janúar - Jimmy Carter tilkynnti að Bandaríkin myndu sniðganga ólympíuleikana í Moskvu.
22. janúar - Andrei Sakarov var handtekinn í Moskvu fyrir að mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan.
25. janúar - Kvikmyndin Land og synir var frumsýnd á Íslandi.
26. janúar - Ísrael og Egyptaland tóku upp stjórnmálasamband.
27. janúar - Sex bandarískum ríkiserindrekum tókst að flýja frá Teheran með því að þykjast vera kanadískir.
31. janúar - Ferðamönnum var leyft að kaupa bjór við komuna til Íslands.
31. janúar - Borgarastyrjöldin í Gvatemala: Lögregla réðist inn í spænska sendiráðið í Gvatemalaborg þar sem mótmælendur höfðust við, brenndu það og myrtu 36 manns. Spænski sendiherrann slapp naumlega með því að skríða út um glugga.
Febrúar |
4. febrúar - Abolhassan Banisadr varð forseti Íran.
8. febrúar - Gunnar Thoroddsen tók við embætti forsætisráðherra af Benedikt Gröndal.
11. febrúar - Metafli loðnu á einum sólarhring: 23.180 lestir. Tíu ár liðu áður en þetta met var slegið.
12. febrúar - Ítalski lögfræðingurinn Vittorio Bachelet var myrtur af meðlimum Brigate Rosse í Róm.
13. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1980 hófust í Lake Placid í New York-fylki í Bandaríkjunum.
23. febrúar - Æðstiklerkur Írans, Ruhollah Khomeini, sagði að þingið myndi ákveða örlög bandarísku gíslanna í Teheran.
25. febrúar - Herinn framdi valdarán í Súrínam og steypti stjórn Henck Arron af stóli.
27. febrúar - Skæruliðar M-19 hertóku sendiráð Dóminíska lýðveldisins í Kólumbíu.
Mars |
Mars - Dýravelferðarsamtökin PETA voru stofnuð í Bandaríkjunum.
3. mars - Pierre Trudeau varð forsætisráðherra Kanada.
4. mars - Robert Mugabe var kjörinn forsætisráðherra Simbabve.
6. mars - Marguerite Yourcenar varð fyrsta konan sem fékk inngöngu í Frönsku akademíuna.
8. mars - Fyrsta rokkhátíðin í Sovétríkjunum hófst í Tbilisi.
14. mars - LOT flug 7 fórst á Varsjárflugvelli. 87 létust, þar á meðal fjórtán manna hnefaleikalið frá Bandaríkjunum.
16. mars - Fjórða hrina Kröfluelda hófst. Þetta eldgos var kallað skrautgos þar sem það stóð stutt en þótti fallegt.
25. mars - Erkibiskupinn Óscar Romero var skotinn til bana af byssumönnum meðan hann söng messu í San Salvador.
27. mars - Norski olíuborpallurinn Alexander Kielland brotnaði í Norðursjó. 123 af 212 manna áhöfn fórust.
28. mars - Talpiot-gröfin uppgötvaðist í nágrenni Jerúsalem.
Apríl |
2. apríl - St. Pauls-uppþotin hófust í Bristol.
7. apríl - Bandaríkin slitu stjórnmálasambandi við Íran.
12. apríl - Samuel Kanyon Doe framdi valdarán í Líberíu.
14. apríl - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, Iron Maiden, kom út í Bretlandi.
18. apríl - Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretlandi de jure.
19. apríl - Johnny Logan sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „What's Another Year“
24. apríl - Eagle Claw-aðgerðin: Bandaríkjamenn reyndu að frelsa 52 bandaríska gísla, sem voru í haldi í Teheran, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mistókst og engum gíslum var bjargað en átta bandarískir hermenn létu lífið.
25. apríl - Dan-Air flug 1008 fórst á Tenerífe. 146 létust.
28. apríl - Fyrsti Game & Watch-leikurinn kom út hjá Nintendo.
30. apríl - Beatrix Hollandsdrottning tók við krúnunni af móður sinni.
Maí |
9. maí - Líberíska flutningaskipið Summit Venture rakst á brú yfir Tampaflóa. 35 létust þegar hluti af brúnni hrundi.
17. maí - Innanlandsófriðurinn í Perú hófst með árás meðlima Skínandi stígs á kjörklefa í Ayacucho.
18. maí - Eldfjallið Mount St. Helens gaus í Washington. 57 létust og tjónið var metið á 3 milljarða dollara.
21. maí - Kvikmyndin Star Wars: The Empire Strikes Back var frumsýnd í Bandaríkjunum.
22. maí - Tölvuleikurinn Pac-Man kom út í Japan.
23. maí - Kvikmyndin The Shining var frumsýnd í Bandaríkjunum.
26. maí - Áhangendur farmtrúar réðust á stjórnarsetur á eyjunni Tanna á Vanúatú.
Júní |
13. júní - Ítalski bankamaðurinn Michele Sindona var handtekinn í New York vegna gjaldþrots Franklin National Bank.
16. júní - Gufuneskirkjugarður var vígður.
17. júní - Bubbi Morthens gaf út sína fyrstu sólóplötu, Ísbjarnarblús.
19. júní - Á aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar var afhjúpaður minnisvarði um skáldið á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.
20. júní- Heimssöngvarinn Luciano Pavarotti söng í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hlaut hann góðar viðtökur.
21. júní - Kvikmyndin Óðal feðranna var frumsýnd á Íslandi.
23. júní - Tim Berners-Lee hóf að vinna að kerfinu ENQUIRE sem var fyrirrennari Veraldarvefsins.
25. júní - Múslimska bræðralagið gerði misheppnaða tilraun til að ráða forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, af dögum.
27. júní - Aerolinee Itavia flug 870 hrapaði í sjó nærri Ustica á Ítalíu. 80 létust.
29. júní - Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að vera þjóðkjörin í embætti þjóðhöfðingja.
Júlí |
Júlí - Lars Vilks hóf að reisa útilistaverkið Nimis á Skáni.
10. júlí - Greiðslukortaviðskipti hófust á Íslandi er Kreditkort hf gáfu út Eurocard-greiðslukortin. Greiðslukort Visa komu ári síðar.
11. júlí - Evrópukeppnin í knattspyrnu hófst á Ítalíu, í fyrsta sinn með átta liðum í stað fjögurra.
15. júlí - Dansk Sojakagefabrik á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sprakk í loft upp.
16. júlí - Ronald Reagan var útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
17. júlí - Saddam Hussein var valinn forseti Íraks.
19. júlí - Sumarólympíuleikarnir voru settir í Moskvu.
25. júlí - Hljómplata AC/DC, Back In Black, kom út.
30. júlí - Vanúatú fékk sjálfstæði síðust af nýlendum Frakka.
30. júlí - Jerúsalemlögin voru samþykkt af ísraelska þinginu.
Ágúst |
1. ágúst - Vigdís Finnbogadóttir tók við embætti forseta Íslands af Kristjáni Eldjárn.
2. ágúst - Blóðbaðið í Bologna: Sprengja sprakk á járnbrautarstöðinni í Bologna á Ítalíu. 85 manns fórust og yfir 200 særðust.
3. ágúst - Vigdís Finnbogadóttir opnaði Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
7. ágúst - Pólskir hafnarverkamenn hófu röð verkfalla í slippnum í Gdansk undir forystu Lech Wałęsa.
8. ágúst - Viktor Kovalenko, sovéskur sjómaður, bað um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fluttist síðar til Bandaríkjanna.
17. ágúst - Heklugos hófst og stóð stutt, aðeins í nokkra daga. Aftur hófst stutt gos þann 9. apríl 1981 og er það talið framhald þessa goss.
19. ágúst - Yfir 300 manns létust þegar kviknaði í Saudia flugi 163 í Riyadh.
24. ágúst - Fyrstu alþjóðlegu rallkeppni á Íslandi lauk eftir fimm daga keppni.
25. ágúst - Microsoft kynnti sína útgáfu af Unix, Xenix.
31. ágúst - Á Fljótsdalshéraði fannst silfursjóður mikill, talinn frá landnámsöld. Löngu síðar spunnust miklar deilur um aldur sjóðsins.
31. ágúst - Pólska stjórnin gaf eftir og heimilaði stofnun Samstöðu, fyrstu frjálsu verkalýðssamtakanna í Sovétblokkinni.
September |
September - Tónlistarskóli FÍH tók til starfa í Reykjavík.
5. september - Gotthardgöngin voru opnuð í Sviss.
12. september - Herinn tók völdin í Tyrklandi undir forystu Kenan Evren.
13. september - Norðvesturhlíð Skessuhorns var klifin en hafði fram til þessa verið talin ókleif. Tveir ungir menn unnu afrekið.
13. september - Rokk gegn her tónleikar Samtaka herstöðvaandstæðinga haldnir í Laugardalshöll.
17. september - Pólska verkalýðsfélagið Samstaða var stofnað í Gdańsk.
17. september - Fyrrum forseti Níkaragva, Anastasio Somoza Debayle, var myrtur í útlegð í Paragvæ.
22. september - Írak réðst á Íran og hóf þar með 8 ára stríð.
26. september - Þrettán létust og yfir 200 særðust í Októberfesthryðjuverkaárásinni í München.
29. september - Flugvél var flogið til Reykjavíkur frá Færeyjum með mann standandi á þaki vélarinnar. Flugið tók sex klukkustundir og var maðurinn að reyna að setja heimsmet.
30. september - Digital Equipment Corporation, Intel og Xerox gáfu út DIX-staðalinn fyrir Ethernet-tengingar.
Október |
6. október - Jarðstöðin Skyggnir var tekin í notkun og var þá komið gervihnattasamband við útlönd.
10. október - Yfir 2600 manns létu lífið þegar jarðskjálfti lagði bæinn El Asnam í rúst. Hann var síðar endurbyggður sem Chlef.
10. október - Margaret Thatcher hélt fræga ræðu þar sem hún klykkti út með orðunum „The lady is not for turning“.
11. október - Samtökin FMLN voru stofnuð í El Salvador.
14. október - Þúsundir starfsmanna ítalska fyrirtækisins FIAT fóru í kröfugöngu gegn yfir mánaðarlangri vinnustöðvun verkalýðsfélaganna sem létu undan og samþykktu samninga sem komu fyrirtækinu vel.
18. október - Sjötta lota Kröfluelda hófst og stóð í fimm daga og var þetta þriðja lotan á sama árinu.
23. október - Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Aleksej Kosygin sagði af sér og Nikolaj Tikonov tók við.
Nóvember |
1. nóvember - Skúli Óskarsson lyfti 315,5 kg í réttstöðulyftu í 72 kg flokki og bætti með því heimsmetið um 0,5 kg.
4. nóvember - Ronald Reagan sigraði Jimmy Carter í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
12. nóvember - Geimkönnunarfarið Voyager 1 komst næst Satúrnusi.
20. nóvember - Réttarhöld yfir fjórmenningagenginu hófust í Kína.
21. nóvember - 85 létust í eldsvoða í MGM Grand Hotel and Casino í Las Vegas.
23. nóvember - Nær 3000 manns létust og 300.000 misstu heimili sín í Irpiníujarðskjálftanum á Ítalíu.
27. nóvember - Utangarðsmenn gáfu út sína fyrstu plötu, Geislavirkir.
Desember |
2. desember - Bandaríski trúboðinn Jean Donovan og þrjár nunnur voru myrt af dauðasveitum hersins í El Salvador.
4. desember - Hljómsveitin Led Zeppelin sendi frá sér fréttatilkynningu um upplausn sveitarinnar eftir lát trommarans John Bonham.
7. desember - Golfklúbburinn Kjölur var stofnaður í Mosfellsbæ.
8. desember - John Lennon var skotinn til bana af Mark David Chapman fyrir utan heimili sitt í New York-borg.
16. desember - Samtök olíuútflutningsríkja ákváðu að hækka olíuverð um 10%.
23. desember - Friðarganga á Þorláksmessu var haldin í Reykjavík í fyrsta sinn.
25. desember - Fyrsti hluti sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimtar eftir Halldór Laxness var frumsýndur.
30. desember - Patrick Gervasoni, frönskum manni, sem sagður var landflótta, var vísað af landi brott eftir mjög miklar deilur.
Ódagsettir atburðir |
- Bandaríska körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks var stofnað í Texas.
Fædd |
4. janúar - Greg Cipes, bandarískur leikari.
8. janúar - Rachel Nichols, bandarísk leikkona.
9. janúar - Sergio García, spænskur kylfingur.
18. janúar - Jason Segel, bandarískur leikari.
25. janúar - Xavi, spænskur knattspyrnumaður.
28. janúar - Nick Carter, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).
29. janúar
Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur.
Ingimundur Ingimundarson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 12. febrúar
Christina Ricci, bandarísk leikkona.
Sarah Lancaster, bandarísk leikkona.
Juan Carlos Ferrero, spænskur tennisleikari.
27. febrúar - Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton Bandaríkjaforseta.
28. febrúar - Christian Poulsen, danskur knattspyrnumaður.
1. mars - Djimi Traoré, knattspyrnumaður frá Malí.
7. mars
Laura Prepon, bandarísk leikkona.
Murat Boz, tyrkneskur söngvari.
9. mars - Matthew Gray Gubler, bandarískur leikari.
11. mars - Úlfar Linnet, íslenskur skemmtikraftur.
13. mars - Sara Bergmark Elfgren, sænskur rithöfundur.
15. mars - Stefán Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður.
21. mars - Ronaldinho, brasilískur knattspyrnumaður.
26. mars - Pascal Hens, þýskur handknattleiksmaður.
24. apríl - Reagan Gomez-Preston, bandarísk leikkona.
26. apríl - Channing Tatum, bandarískur leikari.
29. apríl
Nicole Steinwedell, bandarísk leikkona.
Bre Blair, kanadísk leikkona.
11. maí - Björgólfur Hideaki Takefusa, íslenskur knattspyrnumaður.
13. maí - Egill Einarsson, íslenskur fjölmiðlamaður.
19. maí - Sara Riel, íslensk myndlistarkona.
22. maí - Róbert Gunnarsson, íslenskur handknattleiksmaður.
30. maí - Steven Gerrard, enskur knattspyrnumaður.
10. júní - Gísli Freyr Valdórsson, íslenskur stjórnmálafræðingur.
13. júní - Darius Vassell, enskur knattspyrnumaður.
15. júní - Iker Romero, spænskur handknattleiksmaður.
17. júní - Venus Williams, bandarískur tennisleikari.
19. júní - Lauren Lee Smith, kanadísk leikkona.
20. júní - Vignir Svavarsson, íslenskur handknattleiksmaður.
2. júlí - Alexander Petersson, íslenskur handknattleiksmaður.
3. júlí - Olivia Munn, bandarísk leikkona.
8. júlí
Robbie Keane, írskur knattspyrnumaður.
Auðunn Blöndal, íslenskur dagskrárgerðarmaður.
10. júlí - Jessica Simpson, bandarísk söngkona.
18. júlí - Kristen Bell, bandarísk leikkona.
20. júlí
Sturla Ásgeirsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Gisele Bündchen, brasilísk fyrirsæta.
29. júlí - Rachel Miner, bandarísk leikkona.
22. ágúst - Aya Sumika, bandarísk leikkona.
26. ágúst
Macaulay Culkin, bandarískur leikari.
Chris Pine, bandarískur leikari.
29. ágúst - David Desrosiers, kanadískur bassaleikari (Simple Plan).
5. september
Marianna Madia, ítalskur stjórnmálamaður.
Stefán Logi Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður.
8. september - Kristian Kjelling, norskur handknattleiksmaður.
12. september - Bjarni Fritzson, íslenskur handknattleiksmaður.
15. september - Katrín Atladóttir, íslensk badmintonkona.
16. september - Davíð Þorláksson, íslenskur lögfræðingur.
20. september - Igor Vori, króatískur handknattleiksmaður.
24. september - John Arne Riise, norskur knattspyrnumaður.
25. september - Pawel Bartoszek, íslenskur stærðfræðingur.
29. september - Zachary Levi, bandarískur leikari.
4. október - Tomas Rosicky, tékkneskur knattspyrnumaður.
11. október - Julie McNiven, bandarísk leikkona.
17. október - Alberto Porro Carmona, spænskur hljómsveitarstjóri.
21. október - Kim Kardashian, bandarísk athafnakona.
22. október - Helgi Hrafn Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
26. október - Cristian Chivu, rúmenskur knattspyrnumaður.
28. október - Alan Smith, enskur knattspyrnumaður.
12. nóvember - Ryan Gosling, kanadískur leikari.
13. nóvember - Sverrir Bergmann Magnússon íslenskur söngvari og fjölmiðlamaður.
19. nóvember - Yipsi Moreno, kúbverskur sleggjukastari.
29. nóvember - Hreiðar Levý Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.
3. desember - Jenna Dewan, bandarísk leikkona.
7. desember - John Terry, enskur knattspyrnumaður.
13. desember - Agnieszka Włodarczyk, pólsk leikkona.
18. desember - Christina Aguilera, bandarísk söngkona.
19. desember - Jake Gyllenhaal, bandarískur leikari.
28. desember - Vanessa Ferlito, bandarísk leikkona.
30. desember - Eliza Dushku, bandarísk leikkona.
Dáin |
16. janúar - Jón Gíslason, íslenskur þýðandi (f. 1909).
16. febrúar - Erich Hückel, þýskir eðlis- og enfafræðingur (f. 1895).
17. mars - Boun Oum, síðasti erfðaprins Champasak (f. 1912).
31. mars - Jesse Owens, bandarískur íþróttamaður (f. 1913).
15. apríl - Jean-Paul Sartre, franskur heimspekingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).
29. apríl - Alfred Hitchcock, bandarískur leikstjóri (f. 1899).
4. maí - Josip Broz Tito, forseti Júgóslavíu (f. 1892).
15. maí - Jóhann Hafstein, íslenskur stjórnmálamaður og stofnandi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
28. maí - Ian Curtis, söngvari Joy Division (f. 1956).
7. júní - Henry Miller, bandarískur rithöfundur (f. 1891).
24. júlí - Peter Sellers, breskur leikari (f. 1925).
25. júlí - Vladimír Vísotskí, rússneskur söngvari (f. 1938).
27. júlí - Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisari (f. 1919).
10. ágúst - Gareth Evans, breskur heimspekingur (f. 1946).
13. ágúst - Magnús Á. Árnason, íslenskur listmálari (f. 1894).
20. ágúst - Björgvin Sæmundsson, íslenskur verkfræðingur (f. 1930).
25. september - John Bonham, enskur trommuleikari (f. 1948).
18. október - Pétur Hoffmann Salómonsson, íslenskur sjómaður (f. 1897).
20. október - Stefán Jóhann Stefánsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1894).
9. nóvember - A. Paul Weber, þýskur grafíklistamaður (f. 1893).
8. desember - John Lennon, breskur tónlistarmaður (f. 1940).
16. desember - Ólafur Jónsson, ráðunautur (f. 1895).
31. desember - Marshall McLuhan, kanadískur bókmenntafræðingur (f. 1911).
Nóbelsverðlaunin |
Eðlisfræði - James Watson Cronin, Val Logsdon Fitch
Efnafræði - Paul Berg, Walter Gilbert, Frederick Sanger
Læknisfræði - Baruj Benacerraf, Jean Dausset, George D. Snell
Bókmenntir - Czeslaw Milosz
Friðarverðlaun - Adolfo Pérez Esquivel
Hagfræði - Lawrence Klein
Flokkur:
- 1980
(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.228","walltime":"0.285","ppvisitednodes":"value":3456,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":6207,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1515,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 75.639 1 -total"," 86.08% 65.107 1 Snið:Ár_nav"," 76.54% 57.894 16 Snið:Dr"," 68.90% 52.115 16 Snið:Dr-make"," 29.37% 22.214 16 Snið:Drep"," 18.44% 13.952 16 Snið:Dr-logno"," 13.23% 10.010 1 Snið:Commonscat"," 6.99% 5.286 16 Snið:Dr-yr"," 6.86% 5.186 1 Snið:Commons"," 2.81% 2.126 1 Snið:Smella"],"cachereport":"origin":"mw1331","timestamp":"20190506040603","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"1980","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/1980","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q2439","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q2439","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-07-04T16:56:50Z","dateModified":"2019-02-07T00:34:42Z","headline":"u00e1r"(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":170,"wgHostname":"mw1322"););